Hverjir geta hlotið umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019?

05.09.19 | Fréttir
Illustrasjonsfoto nominerte til Nordisk råds miljøpris 2019
Photographer
Mert Guller, Unsplash
Samstarfsráðherra Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, mun greina frá tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019 á lýðræðishátíðinni LÝSU á laugardaginn.

Kynningin verður í menningarhúsinu Hofi á akureyri þann 7. September kl. 11.00–11.20 að íslenskum tíma. Samtímis verða upplýsingar um tilnefningarnar birtar á www.norden.org.

Sjálfbær neysla

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 verða veitt til verkefnis sem stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu með því að gera meira og betra úr minna. Þemað endurspeglar tólfta sjálfbærnimarkmið SÞ um sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur.

Þetta er í 25. sinn sem umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt og tilkynnt verður um sigurvegara á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 29. október. Verðlaunin eru 350 þúsund danskar krónur.

Fyrri verðlaunahafar

2018 Náttúruauðlindaráðið í Attu við vesturströnd Grænlands (GL) – veiðimenn á svæðinu skrá ástand sjávarauðlinda og leggja til stefnu um sjávarnytjar

2017 RePack (FI) – endurnýtanlegar umbúðir fyrir rafræna verslun

2016 Too Good To Go (DK) – stafræn nýsköpun sem styður við sjálfbæran lífstíl

2015 Orkufyrirtækið SEV (FO) – græn raforka

2014 Reykjavíkurborg (IS) – víðtækt og markvisst starf að umhverfismálum

2013 Selina Juul (DK) – barátta gegn matarsóun