Smáforritið „Too Good To Go“ hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

01.11.16 | Fréttir
Nordisk Råds miljøpris 2016
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Danska smáforritið „Too Good To Go“ hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Handhafi verðlaunanna frá því í fyrra, Hákun Djurhuus, afhenti þeim Stian Olesen og Klaus Pedersen, framkvæmdastjórum verkefnisins, verðlaunin og og verðlaunaféð (350 þúsund danskar krónur) í tónleikahúsi danska ríkisútvarpsins (DR). 

Rökstuðningur

Smáforritið „Too Good To Go“ hlýtur tilnefningu því um er að ræða nýskapandi stafræna lausn sem á einfaldan og aðgengilegan hátt getur breytt viðhorfum neytenda og fyrirtækja til matarsóunar og auðlindanýtingar. Þjónustan auðveldar veitingastöðum og matvælafyrirtækjum að selja almenningi umframmatvæli, og almenningi að gera góð kaup. Hugmyndin að baki forritinu getur verið öðrum hvatning til að koma á fót svipuðum verkefnum í öðrum atvinnugreinum, en hún hefur þegar breiðst út til annarra landa. Verkefnið er í samræmi við ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun, sem ganga meðal annars út á að draga úr matarsóun og auðlindanotkun almennt.

Vefvarp