Norrænn leiðtogafundur um hvernig við getum hert róðurinn gegn matarsóun
Bein útsending frá kl. 9 að staðartíma, 26. apríl 2023:
Meira en þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru á heimsvísu fer í súginn. Á hverju ári er um 3,6 milljónum tonna af matvælum hent á Norðurlöndum. Matarsóun og úrgangur eru stór viðfangsefni á sviði sjálfbærni og hafa mikil áhrif á loftslagið og umhverfi okkar. Brýn þörf er á frekari aðgerðum til að sjálfbærnimarkmiðinu um að minnka matvælasóun um helming fyrir árið 2030 verði náð.
Þann 26. apríl munu fleiri en 180 þátttakendur frá Norðurlöndunum koma saman í Stokkhólmi til að kryfja þessa áríðandi áskorun.
Ráðherrar frá Svíþjóð og Danmörku munu sækja fundinn.
Peter Kullgren, dreifbýlismálaráðherra Svíþjóðar og Jacob Jensen, matvæla-, landbúnaðar- og fiskimálaráðherra Danmörku, taka báðir þátt í upphafsviðburðum fundarins.
Ásamt þeim taka þátt virtir fyrirlesarar og sérfræðingar frá Norðurlöndunum, þar á meðal: Selina Juul, stofnandi og stjórnarformaður Stop Spild Af Mad, Petter Haas Brubakk, aðalframkvæmdastjóri NHO Mat og Drikke, Annica Sohlström, aðalframkvæmdastjóri Livsmedelsverket og Matt Homewood, baráttumaður gegn matarsóun hjá Throw No More. Sjá lista yfir alla þátttakendur hér að neðan.
Konungleg þátttaka á leiðtogafundinum
Prinsessurnar, Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar og Marie prinsessa Danmerkur munu taka þátt í leiðtogafundinum í Stokkhólmi. Marie prinsessa Danmerkur mun opna fundinn og Viktoría krónprinssessa mun taka þátt í umræðum síðdegis.
Leiðtogafundurinn er tímabær
Sjálfbær matvælakerfi fyrir heilbrigði umhverfis, loftslags og fólks eru nú í brennidepli og því eru gerðar miklar væntingar til fundarins. Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, vonast eftir auknu norrænu samstarfi.
„Ef sýna mætti magn matarsóunar sem land væri það þriðji stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heimi. Fundurinn gæti því ekki hafa komið á betri tíma,“ segir Ellemann.
„Við erum að framfylgja framtíðarsýn forsætisráðherra okkar með því að leiða saman hagsmunaaðila í geiranum, til að miðla reynslu, bestu venjum og áskorunum fyrir sameiginlegar og auknar aðgerðir í kjölfar Norræna leiðtogafundarins um matarsóun,“ heldur hún áfram.
Á fundinum 26. apríl verður kastljósinu beint að efnisatriðum á borð við mælingu matvælasóunar, reglna, stefnumála og framlaga, sem og hegðun neytenda og nýsköpunar.
Kynntu þér þátttakendurna
Margir af áhugaverðustu og virtustu ræðumenn á þessu sviði munu sækja Norræna leiðtogafundinn um matarsóun til að miðla þekkingu sinni, lærdómi og aðgerðum.
- Peter Kullgren, dreifbýlismálaráðherra Svíþjóðar
- Jacob Jensen, matvæla-, landbúnaðar- og fiskimálaráðherra Danmörku
- Selina Juul, stofnandi og stjórnarformaður Stop Spild Af Mad
- Petter Haas Brubakk, aðalframkvæmdastjóri NHO Mat og Drikke
- Annica Sohlström, aðalframkvæmdastjóri Livsmedelsverket
- Angela Frigo, aðalritari FEBA – The European Food Banks Federation
- Mats Liedholm, framkvæmdastjóri Fazer Sverige
- Peter Rønn-Petersen, framkvæmdastjóri Meyers Madhus DK
- Kristoffer Hagstedt, framkvæmdastjóri Whywaste
- Matt Homewood, baráttumaður gegn matarsóun hjá Throw No More
- Anne-Grete Haugen, framkvæmdastjóri Matvett
- Anja Bakken Riise, framkvæmdastjóri Framtiden i våre hender
- Staffan Eklöf, varaformaður Sjálfbærra Norðurlanda, Norðurlandaráði
- Karin Fritz, verkefnastjóri hjá Livsmedelsverket
- Jens Dolk, stofnandi K-märkt
- Karin Lindow, verkefnastjóri stefnugreiningar hjá Jordbruksverket
- Anne Marie Schrøder, samskiptastjóri hjá Matvett
- Per Christian Rålm, framkvæmdastjóri Matcentralen
- Jens Jonsson, samræmingaraðili fjölskylduhjálpar, Swedish Association of City Missions
- Filip Lundin, stofnandi Sopköket
- Markus Wahlgren, framkvæmdastjóri Stora Coop Gotland
- Fleiri þátttakendur væntanlegir…
Fundarstjóri er Åsa Sandberg, sérfræðingur í matvælasóun og fundarstjóri.
Taktu þátt á netinu eða á staðnum í Stokkhólmi
Fundurinn í Stokkhólmi hefur vakið mikla athygli og þegar er uppbókað á hann. Öllum er hins vegar velkomið að taka þátt á netinu til að fylgjast með lifandi umræðum um hvernig við getum flýtt fyrir aðgerðum sem draga úr matvælasóun.
Upplýsingar fyrir fjölmiðla
Blaðamenn og ljósmyndarar þurfa að skrá sig fyrir kl. 15:00 (CET) 25. apríl. Gerð er krafa um gildan fjölmiðlapassa.
Hafið samband við: Elisabet Skylare, elisky@norden.org
Gestgjafar fundarins eru sænska matvælastofnunin Livsmedelsverket og Norræna ráðherranefndin í samstarfi við sænsku landbúnaðarstofnunina Jordbruksverket og umhverfisverndarstofnunina Naturvårdsverket.
Fréttin var uppfærð 23. apríl með upplýsingum um þátttöku kóngafólks.