Norrænt samtal í Katowice

13.12.18 | Fréttir
One of the main argets for the Nordic presence at the COP24 has been to amplify the young voices. 

One of the main argets for the Nordic presence at the COP24 has been to amplify the young voices. 

Photographer
Robert Bednarczyk

Eitt aðalmarkmiðið með þátttöku Norðurlanda á COP24 hefur verið að láta heyrast í röddum ungs fólks. 

Í tvær vikur með þéttri dagskrá hefur norræni skálinn á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice – COP24 – verið miðstöð þekkingarmiðlunar og samtals um loftslagslausnir og áskoranir.

Það byrjaði fallega með sterkum röddum framtíðar. Dagur unga fólksins í norræna skálanum mánudaginn 3. desember, endurspeglaði miklar vonir fyrir ungu kynslóðina og Lotta Velin, ein hinna efnilegu ungu sendiherra sem eru fulltrúar Norrænu ráðherranefndarinnar á COP, setti tóninn.

„Það þarf fjóra hnetti til að standa undir lífi okkar Norðurlandabúa að meðaltali svo ég tel að við verðum að taka forystu á heimsvísu varðandi sjálfbæra neysluhætti,“ sagði Lotta Velin.

Risastór umhverfishátið

Framtaksverkefndi forsætisráðherranna Nordic Solutions to Global Challenges (Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum) hefur verið yfirskrift viðburðanna í norræna skálanum í Katowice þar sem kynnt hefur verið hvernig norrænar loftslagslausnir geta stuðlað að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og skilaboð Lottu Velin fanga annan grundvallartilgang með þátttökunni í COP24: Samtal og þekkingarmiðlun um stærstu loftslagsáskoranirnar. 

„Ég tel að norræni skálinn og hinir skálarnir sem þú sérð hér séu framúrskarandi vettvangur til þess að skoða loftslagsmálin frá mismunandi hliðum. Eitt af því sem er svo frábært við COP er að það er svo mikið um að vera, líka utan fundarherbergjanna og utan leiðtogafundanna. Það er jafnvel hægt að halda því fram að þetta sé risastór hátíð fyrir þá sem hafa áhuga á umhverfismálum. Það er hægt að læra svo margt hér og fara heim miklu ríkari en maður kom,“ segir Guðmundir Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands.

Vinnustofa

Norræni skálinn hefur hvern dag beint sjónum að einu málefni í þeim tilgangi að mynda grundvöll fyrir samræður, myndun tengslaneta og loftslagstengdrar þekkingar um samgöngur, vistvænar byggingar, lífhagkerfi, borgarlausnir, norðurslóðir, breytingar á orkumarkaði, græna fjármálamarkaði og samstöðu og samræmi sem tákn þess að ná árangri varðandi Parísarsamkomulagið.

„Norrænu ríkin eru talin vera í fararbroddi þegar kemur að loftslagslausnum og sjálfbærri þróun og metnaðarfullar loftslagslausnir eru lykilþáttur í sameiginlegu átaki Norðurlandanna til að ná markmiðum Dagskrár 2030. Með því að bjóða til samræðna um norrænar lausnir og áskoranir höfum við miðlað þekkingu og viðað að okkur nýjum sjónarhornum á COP24,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

„COP24 er kallað COP samtalsins og fjölbreytilegir viðburðir í Norræna skálanum og nálgun okkar í vinnustofunni hafa sýnt fram á að miðlun þekkingar er leiðin framávið til þess að leysa hnattrænan loftslagsvanda,“ bætir Dagfinn Høybråten við.

Sameiginleg yfirlýsing um 1,5°C-skýrsluna

Norrænir loftslags- og umhverfisráðherrar frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum og Álandseyjum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu á COP þar sem þeir fögnuðu skýrslu IPCC um áhrif hnattrænnar hlýnunar um 1,5°C og lýstu alvarlegum áhyggjum af niðurstöðum skýrslunnar.

Hér má lesa yfirlýsingu ráðherranna

Samfélagsmiðlar

Viðtöl við ráðherra, hagsmunaaðila, stefnumótendur, sérfræðinga og aðgerðasinna á sviði loftslagsmála hafa komið af stað umræðum á Twitter og Facebook og með því tryggt að heimurinn allur hefur tekið þátt í samtalinu. Á hverjum morgni og í dagslok hafa ólíkir gestir með sérþekkingu á málefni dagsins sett tóninn og dregið saman efni dagsins í beinni útsendingu á Facebook.

Eitt áhrifamesta framlagið var frá ljósmyndaranum Samuel Turpin og fólst í myndrænni skráningu hans á áhrifum loftslagsbreytinga á Grænlandi.  

Hér má horfa á morgunræðu Samuel Turpin

Hér má horfa á myndbönd frá COP24 á Facebook

Sjónarhorn unga fólksins

Endurtekið hafa gestir skálans verið spurðir í mynd hver sé stærsta áskorunin í loftslagsmálum í þeim tilgangi að skapa umræður á netinu og miðla þekkingu.

Ein skýrasta spurningin var ekki lögð fram af miðaldra karlmönnum í jakkafötum heldur 15 ára sænskri stúlku.

„Ríkar þjóðir verða að draga úr losun vegna þess að hér er meiri losun á hvern íbúa en í öðrum löndum. Þess vegna er augljóst að við verðum að draga meira úr losun,“ sagði Greta Thunberg, sænska stúlkan sem ein og sjálf hóf loftslagsmótmæli sín með því að skrópa í skólanum í sumar, og vel þekktur gestur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice. 

Hér má horfa á myndband með Gretu Thunberg e

Sjónarhorn ungs fólks var í brennidepli og því fólst eitt af mörgum samskiptaverkefnum í því að norrænu sendiherrar unga fólksins kynntu sína sýn á COP24 á Instagramreikningnum@nordisksamarbejde.

Think Nordic!

Meðan á seinni vikunni stóð var skálinn vettvangur nýrrar hlaðvarpsþáttaraðar þar sem kynnt var hvernig reynsla norrænu ríkjanna af því að vinna með málefni svo sem jafnrétti kynja, næringu og vistvæna sjálfbærni getur verið hvatning fyrir aðra heimshluta.

Think Nordic í áskrift

Norræna ráðherranefndin gegnir ekki formlegu hlutverki á COP24 og norrænu ríkin semja ekki sameiginlega. Engu að síður vinna þjóðirnar saman gegnum Norræna loftslagshópinn (NOAK).

Nánari upplýsingar um NOAK