Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018
DANMÖRK
FINNLAND
ÍSLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
Verðlaunamyndin kynnt 30. október
Úrslit verða tilkynnt þriðjudaginn 30. október 2018 í Norska óperu- og balletthúsinu í Ósló í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Það undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er fyrst og fremst afurð náins samspils þessara þriggja þátta.
Um kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
Kvikmyndaverðlaunin eru veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunaverkið á að vera heilsteypt og einkennast af frumlegu listfengi. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs.
Um verðlaun Norðurlandaráðs
Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun á ári hverju: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og ungmennabókmenntaverðlaun. Markmið verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.
Hér er hægt að sjá bestu norrænu kvikmyndirnar í haust
Í haust verða hinar fimm tilnefndu myndir sýndar á eftirtöldum viðburðum og stöðum víða um Norðurlönd:
- Love & Anarchy - Helsinki International Film Festival, 20.–30. september
- Best of Norden, Stokkhólmi, 5.–7. október
- Cinemateket og Grand Teatret, Kaupmannahöfn, 12.–14. október
- Bíó Paradís, Reykjavík, 19.–21. október
- Nordisk Filmhelg, Ósló, 27.–28. október