Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024

28.05.24 | Fréttir
Ljósmyndari
norden.org
Tólf verk eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir listrænt gildi sitt. Á meðal tilnefninganna eru djass- og þjóðlagaplötur ásamt kvikmyndatónlist, sinfóníum og konsertum eftir norrænt tónlistarfólk. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 22. október.

Tilnefningar ársins gefa okkur kost á að kafa ofan í fjölbreytt svið norrænnar tónlistar þar sem meðal annars má finna 20 mínútna langt hljómsveitarverk sem varpar ljósi á fjölbreytni og útdauða tegunda undanfarin 600 milljón ár, Grammy-verðlaunaplötu frá mest spiluðu tónlistarkonu Íslands ásamt verki sem er síkvikt listrænt kerfi auk fjölda annarra tilnefninga.


Tilnefningarnar eru eftirfarandi:

Danmörk

Finnland

Færeyjar

Ísland

Noregur

Svíþjóð

Álandseyjar

 

Það voru fulltrúar dómnefndar tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sem tilnefndu verkin tólf.
 

Tilkynnt um verðlaunahafann 22. október

Tilkynnt verður um sigurvegara tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sjónvarpsþætti hinn 22. október sem sýndur verður í öllum norrænu löndunum. Handhafa verðlaunanna verður afhent styttan Norðurljós á verðlaunahátíð í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík í 44. viku ársins. Verðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna.

Um tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 1965. Þeim er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt annars vegar núlifandi tónskáldi og hins vegar tónlistarhópi eða -flytjanda. Í ár renna verðlaunin til tónskálds.

Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir fimm verðlaun ár hvert: bókmenntaverðlaun, kvikmyndaverðlaun, tónlistarverðlaun, umhverfisverðlaun og barna- og unglingabókmenntaverðlaun. Markmiðið með verðlaunum Norðurlandaráðs er að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála og að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál.