Tímar norrænna möguleika eru núna

Meðal árangursins má meðal annars nefna samstarf sem snertir álitamál eins og aðlögun, stafræna væðingu, málefni Evrópusambandsins, hvernig takast megi á við afleiðingar loftslagsbreytinga, norrænn vinnumarkaður til framtíðar ásamt norrænum nýsköpunarmiðstöðvum um allan heim.
Mikill hluti verkefnanna eru þvert á geira og fjármögnuð vegna aukins sveigjanleika í fjárhagsáætlun og skipulagi hjá ráðherranefndinni.
Nauðsynlegt er að vera opin fyrir áframhaldandi breytingum til þess að ekki kvarnist úr því mikla trausti sem ríkir til norræns samstarfs
Dagfinn Høybråten framkvæmdastjóri sem stýrt hefur umbótastarfinu segir:
„Ég lít svo að tímar möguleikanna á Norðurlöndum séu uppi núna. Eftir umbæturnar er samstarfið betur í stakk búið til þess að nýta tækifærin og sömuleiðis er pólitískur vilji til þess fyrir hendi í ríkjunum.
Afleiðing af aukinni skilvirkni samstarfsins er að ríkisstjórnir norrænu landanna gera nú meiri kröfur en áður til Norrænu ráðherranefndarinnar, þörf hefur orðið til fyrir frekara samstarf og búist er við árangri.“
Dagfinn Høybråten leggur einnig áherslu á að endurbótastarfinu sé ekki lokið.
„Nauðsynlegt er að vera opin fyrir áframhaldandi breytingum til þess að ekki kvarnist úr því mikla trausti sem ríkir til norræns samstarfs,“ segir hann.