2003 Eva Ström, Svíþjóð: Revbensstäderna

2003 Eva Ström, Sverige: Revbensstäderna

Um höfundinn

Eva Ström er fædd á Lidingö fyrir utan Stokkhólm. Hún er læknismenntuð en sagði skilið við fagið árið 1988 þegar hún ákvað að helga sig ritstörfum. Í ársbyrjun 2010 var hún valin í hugvísindadeild Konunglegu vísindaakademíunnar fyrir afrek sín á sviði vísinda. Fyrsta ljóðasafn hennar, Den brinnandi Zeppelinaren, kom út árið 1977. Hún hefur skrifað níu ljóðabækur og fjórar skáldsögur.

Um vinningsverkið

Revbensstäderna lýsir lífi fólks á jaðri samfélagsins af mikilli næmni og skarpskyggni. Lesandinn er leiddur til borga við strendur Englands þar sem sagt er frá fólki af mikilli innlifun og nærgætni. Unga drengnum á flótta sem styttir sér líf, drykkjumanninum sem ælir blóði og barnaníðingnum sem reynir að átta sig á eðli sínu. Lýsingarnar einskorðast ekki við persónuleika þeirra heldur er farið áfram inn í líkama þeirra. Ljóðrænt myndmálið styðst oft við líffæraheiti læknisfræðinnar: Vöðva, blóð, rifbein. Einnig er að finna tilvísanir í biblíuna; í ræktinni í stinnum líkömunum rennur blóð Krists.

Revbensstäderna

Útgáfa: Albert Bonniers Förlag 

Útgáfuár: 2002

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Hjá Evu Ström kveður við einstakan tón í sænskri ljóðlist. Hún ruddi brautina fyrir yngri kynslóðir ljóðskálda og skáldskapur hennar er í stöðugri endurnýjun. Hún kannar mörk tungumálsins og uppgötvar möguleika orðanna. Ljóðabókin Revbensstäderna ber merki um grípandi dirfsku skáldkonunnar, ákafa hennar, tærleika og líffræðilega nálgun þegar hún bregður upp mynd af aðstæðum fólks í heimi nútímans.