2010 Sofi Oksanen, Finnland: Puhdistus

2010 Sofi Oksanen, Finland: Puhdistus

Um höfundinn

Sofi Oksanen er fædd í Jyväskylä og er finnskur skáldsagnahöfundur og leikskáld. Móðir hennar er verkfræðingur af eistneskum ættum en faðir hennar er rafvirki frá Finnlandi. Fyrsta skáldsaga hennar, Stalins kossor, kom út árið 2003. Hún hlaut fjölda verðlauna, þar á meðal Finlandia-verðlaunin árið 2008 og Runeberg-verðlaunin árið 2009 í heimalandi sínu. Verk Sofi Oksanen hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og meðal alþjóðlegra viðurkenninga má nefna hin virtu Prix Femina-verðlaun.

Um vinningsverkið

Hreinsun er þriðja skáldsaga höfundar og fjallar um hernám Sovétmanna í Eistlandi og afleiðingar þess. Frásagnir af mansali umhverfis Eystrasalt eiga því miður brýnt erindi við samtíðina. Skáldsagan gerist á tveimur tímaskeiðum - árið 1992 skömmu eftir að Eistlendingar endurheimtu sjálfstæði sitt og á 5. áratug síðustu aldar þegar tugþúsundir Eistlendingar voru fluttir í fangabúðir í Síberíu og landbúnaðurinn var þjóðnýttur. Á sumarmorgni árið 1992 verður hin aldraða Aliide Truu vör við örmagna og ringlaða unga konu í matjurðagarðinum sínum. Zara hafði verið tæld frá heimili sínu í Vladivostok og lent í kynlífsþrælkun í Berlín. Hún er á leið til Tallinn þar sem hún á að selja líkama sinn finnskum kynlífsferðalöngunum þegar henni tekst að stinga af. Þegar Allide lítur um öxl til yngri ára sinna afhjúpast smám saman þau þéttu bönd sem tengja líf kvennanna tveggja.

Puhdistus (Hreinsun)

Útgáfa: WSOY 

Útgáfuár: 2008

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Skáldsagan Hreinsun eftir Sofi Oksanen gerist á tveimur tímaskeiðum í Eistlandi en þemu sögunnar, ást, svik, völd og valdaleysi, eru tímalaus. Á óvenju hnitmiðuðu og áhrifamiklu máli lýsir Oksanen því hvaða áhrif atburðarás sögunnar hefur á einstaklinginn og nærveru sögunnar í samtímanum.