Teitur
Rökstuðningur:
Allt frá hinni rómuðu fyrstu plötu sinni, Poetry and Aeroplanes (Universal Records, 2003), hefur Teitur notið vinsælda á alþjóðavettvangi sem tónlistarmaður, söngvari og lagahöfundur í fremstu röð.
Teitur hóf feril sinn þegar á unglingsaldri sem fær gítarleikari með fallega söngrödd og varð fljótlega að þroskuðum listamanni sem flutti ekki aðeins tónlist heldur samdi hana einnig sjálfur og framleiddi.
Á meðal margra hápunkta á ferli hans eru tónleikar í Evrópu ásamt Nico Muhly. Einnig hefur hann átt samstarf við fjölda annarra tónlistarmanna og -hópa, svo sem stórsveitir, kóra, kammertónlistarhópa og jafnvel sinfóníuhljómsveitir. Hefur Teitur þá yfirleitt útsett lögin fyrir hljómsveitirnar. Hann hefur farið í tónleikaferðalög um margar heimsálfur og hlotið mikið lof fjölmiðla víða um heim fyrir tónlistarsköpun sína.