Víkingur Heiðar Ólafsson

Víkingur Heiðar Ólafsson
Photographer
Ari Magg
Víkingur Heiðar Ólafsson er á meðal þeirra 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

„Fáir tónlistarmenn eru jafnokar Víkings Heiðars Ólafssonar þegar kemur að skapandi næmi.“ – BBC Music Magazine.

Víkingur Heiðar Ólafsson leikur sér jafnt að því að flytja konserta með hljómsveitum og stjórnendum í fremstu röð, stýra tónlistarhátíðum (sem listrænn stjórnandi Vinterfest í Svíþjóð og Reykjavík Midsummer Music), miðla tónlist í útvarpi og sjónvarpi og starfa með tónskáldum, en hann hefur pantað og frumflutt sex íslenska píanókonserta, nú síðast Píanókonsert nr. tvö eftir Hauk Tómasson með Elbphilharmonie-sveitinni undir stjórn Esa-Pekka Salonen.

Einnig hefur hann spilað inn á hljómplötur – fyrsta plata hans undir merkjum útgáfunnar Deutsche Grammophon kom út í janúar 2017 og inniheldur píanóverk eftir Philip Glass, en þeir hafa átt í samstarfi síðan 2014. Gagnrýnandi Le Monde skrifaði að Víkingur byggi yfir magnaðri skapgerð og afburðatækni og kynni að meta áskoranir, og gagnrýnandi Bachtrack lýsti honum sem djörfum og einstökum listamanni.