400. Silja Dögg Gunnarsdóttir (Indlæg)

Virðulegi forseti. Kæru vinir. Ég ætlaði nú ekki að taka þátt í þessari umræðu en mér finnst ég vera knúin til þess að leggja orð í belg. Ég vil taka undir með Söru Olsvig sem sagði hér áðan að henni þætti þessi afgreiðsla, eða tillaga að afgreiðslu, mjög fljótfærnisleg. Kolbeinn Óttarsson rifjaði upp, í ræðu sinni áðan, orð Ahtisaari í morgun varðandi sáttamiðlun. Ég sjálf hef verið svo heppin að læra sáttamiðlun og þar eru þrjú lykilorð: að hlusta, að leita lausna og ná sátt á milli aðila.

Eftir að hafa lesið tillögu Færeyinga — og ég hvet þá þingmenn sem ekki hafa enn lesið hana að gera það, að lesa hana vandlega — sé ég að hún er mjög hófsöm og sanngjörn. Mér finnst miklu meira en sjálfsagt að við hér samþykkjum tillögu Færeyinga. Það mun ég gera og ég hvet aðra til að gera það líka.