327. Anna Kolbrún Árnadóttir (Indlæg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
327
Speaker role
Midtergruppen
Date

Frú forseti. Rannsóknir og vísindi eru mikilvæg atriði nú á tímum og sérstaklega þegar falsfréttir gera það erfitt að greina á milli þess sem er satt og ósatt og þar sem áskoranir eins og loftslagsbreytingar og ný þróun þrýsta á. Við getum ekki leyst allar þessar áskoranir ein og sér og því er mikilvægt að Norðurlöndin standi saman. Til að vera sem best undirbúin fyrir framtíðina er þörf fyrir vel ígrundaðar og traustar rannsóknir. Miðjuhópurinn leggur til —  með hliðsjón af því hversu vel hefur gengið með norræna meistaranámið — að gerð verði sambærileg áætlun um doktorsnám. Með því að setja af stað sameiginlega áætlun um doktorsnámið verður mögulegt að efla fagmennsku í rannsóknum og sömuleiðis að skapa nýjan samvinnugrunn í norrænum háskólum og í rannsóknastofnunum. Það opnar einnig frekari möguleika á traustum grunni fyrir rannsóknir framtíðarinnar þar sem nemendur og rannsakendur læra hver af öðrum og við það verður til grunnur hæfileika. Norrænt samstarf á sviði rannsókna er afar mikilvægt þar sem Norðurlöndin standa frammi fyrir þeim áskorunum sem ég nefndi hér í byrjun, áskorunum sem krefjast staðreynda og ígrundaðra rannsókna á þessum sviðum um heim allan.