Dagur Norðurlanda 2023: Hvert stefna Norðurlönd þegar stríð geisar í nágrenni þeirra?

23.03.23 | Viðburður
alt=""
Photographer
norden.org
Það styttist í dag Norðurlanda. Hefjið daginn á góðum morgunverði og skemmtilegu samtali um norrænt samstarf á óvissutímum undir stjórn Hilde Sandviksem, sem þekkt er úr þáttunum „Norsken, svensken og dansken“.

Upplýsingar

Dates
23.03.2023
Time
08:00 - 09:00
Location

Domus Bibliotheca
Karl Johans gate 47
Oslo
Noregur

Type
Hádegisverðarfundur

Stríðíð í Úkraínu hefur breytt Norðurlöndum. Með mögulegri aðild Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu skapast ný tækifæri til að auka norrænt samstarf. Á sama tíma hefur Norðurlandaráð byrjað að ræða hvort endurskoða þurfi Helsinkisáttmálann, sem einnig hefur verið kallaður „stjórnarskrá Norðurlandanna“, þannig að hann nái einnig til norræns samstarfs í öryggis og viðbúnaðarmálum.

Hvaða afleiðingar mun ný staða öryggismála í heiminum hafa á norrænt samstarf? Hvaða áhrif hafa breytingarnar á stöðu Norðurlanda – í Evrópu og á alþjóðavísu? Er þörf á norrænni varnarmálanefnd, eins og Magdalena Andersson, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, lagði nýlega til? Í þessari grein má lesa nánar um þessa tillögu:

Verið velkomin í morgunverð og pallborðsumræður á Domus Bibliotheca!

Pallborðið skipa:

Fundarstjóri er blaðamaðurinn og rithöfundurinn Hilde Sandvik, umsjónarmaður hlaðvarpsins og útvarpsþáttarins „Norsken, svensken og dansken“.

Viðburðurinn hefst klukkan 08:00. Morgunverður er reiddur fram klukkan 07:45.

Skráning og hagnýtar upplýsingar

Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum, en gestir þurfa þó að skrá þátttöku sína fyrir fram. Viðburðinum verður streymt og einnig er hægt að skrá sig á stafrænan viðburð.

Skipuleggjendur: UiO:Norden, Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin, Stortinget og Norræna rannsóknaráðið (NordForsk).