Dagur Norðurlanda 2023: Norðurlönd framtíðarinnar – hvernig getum við staðið vörð um öryggi og frið?

23.03.23 | Viðburður
alt=""
Ljósmyndari
norden.org
Líkt og í fyrra fer dagur Norðurlanda nú fram í skugga innrásarstríðs Rússlands gegn Úkraínu, stríðs sem hefur haft miklar afleiðingar í för með sér fyrir alla heimsbyggðina, og ekki síst Norðurlöndin. Hvernig er best að varðveita frið á Norðurlöndum og standa vörð um öryggið sem við erum svo vön?

Upplýsingar

Dagsetning
23.03.2023
Tími
15:00 - 16:00
Staðsetning

Norges ambassad
Stockholm
Svíþjóð

Gerð
Umræðufundur

Hvaða áhrif hefur stríð Rússlands gegn Úkraínu á Norðurlöndin? Hvernig munu Norðurlöndin og norrænt samstarf líta út í framtíðinni? Hvernig er best að varðveita frið á Norðurlöndum og standa vörð um öryggið sem við erum svo vön? Þessar spurningar verða ræddar í pallborðsumræðum í norska sendiráðinu í Stokkhólmi á degi Norðurlanda klukkan 15:00–16:00.

Þema viðburðarins tengist bæði áherslumálum formennskuáætlunar Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og formennskuáætlun Noregs í Norðurlandaráði.

Framsögumenn

Aðalræðumaður: 

  • Gunnar Wetterberg, sagnfræðingur og rithöfundur. 

Pallborðið skipa: 

  • Heléne Björklund, formaður landsdeildar Svíþjóðar í Norðurlandaráði
  • Kristina Miskowiak Beckvard, sendiherra Danmerkur í Svíþjóð
  • Patrik Oksanen, blaðamaður og heiðursfélagi hugveitunnar Frivärld
  • Emelie Weski, pólitískur ráðgjafi sem hefur starfað í stýrihópi Sameinuðu þjóðanna fyrir börn og ungmenni,  sænsku æskulýðssamtökunum LSU, Folk och Försvar og ungliðahreyfingu sambands Norrænu félaganna (FNUF). 

Pallborðsumræðunum verður streymt beint.