Dagur Norðurlanda 2023: Norðurlönd fyrir ungt fólk – nú og til framtíðar

23.03.23 | Viðburður
alt=""
Photographer
norden.org
Nordisk Samarbejde vill í samstarfi við framhaldsskólanemendur varpa ljósi á stöðu Norðurlandanna nú og í framtíðinni. Við munum skoða norrænt samstarf, og þá sérstaklega hvernig það snertir ungmenni. Á degi Norðurlanda viljum við því ræða um loftslagsmál, einsemd, öryggi, frið, jafnrétti og lýðræði og í því tilefni eru fleiri en 50 námsmenn tilbúnir til ræða framtíðardrauma sína og framtíðarsýn okkar fyrir árið 2030. Saman munum við ræða hvar Norðurlöndin standa nú, hvert við stefnum og hvernig við verðum sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030.

Upplýsingar

Dates
23.03.2023
Time
10:30 - 12:30
Location

Nordens Hus
Ved Stranden 18
København
Danmörk

Type
Umræðufundur

Þátttakendur

  • Námsmenn frá Framhaldsskólanum í Gribskov 
  • Louise Schack Elholm, samstarfsráðherra Norðurlanda í Danmörku
  • Anne Beathe Kristiansen Tvinnereim, samstarfsráðherra Norðurlanda í Noregi
  • Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Kristina Háfoss, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs
  • Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Danmörku
  • Charlotte Wrangberg, sendiherra Svíþjóðar í Danmörku

Fundarstjóri er Mikael Carboni Kelk, Nordisk Samarbejde

Tímasetning og staðsetning

Fimmtudagurinn 23. mars klukkan 10:3 0 til 12:30. Hús Norðurlanda, Ved Stranden 18, DK-1061 København K 

Viðburðurinn er haldinn af Nordisk Samarbejde í samstarfi við Norræna félagið.  


Námsmennirnir hafa kynnt sér framtíðarsýn okkar 2030, formennskuáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, formennskuáætlun Norðurlandaráðs og námsefni Norræna félagsins, „Norden i skolen“.  
 
Hér má finna nánari upplýsingar um námsefnið: