Norrænt samstarf um aðlögun

Miðstöð upplýsingamiðlunar
Norræna ráðherranefndin hefur sett miðstöð upplýsingamiðlunar á laggirnar. Miðstöðin á að vera hugmyndabanki og greiða fyrir samhæfingu milli stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og ráðuneyta. Tvær stofnanir Norrænu ráðherranefndarinnar sjá um stofnun miðstöðvarinnar. Norræna velferðarmiðstöðin ber þar meginábyrgð en vinnur náið með Norrænu rannsóknastofnuninni um byggðaþróun.
Öflun frekari þekkingar
Framkvæmd samstarfsáætlunarinnar hefst á því að gert verður greinargott yfirlit yfir fyrirliggjandi þekkingu og rannsóknir á aðlögunarmálum. Þegar fram í sækir verður ráðist í viðamikla norræna rannsóknaáætlun á þessu sviði. Norræna rannsóknaráðið hefur þegar hafist handa við gerð samantektar á fyrirliggjandi þekkingu og rannsóknum á aðlögunarmálum.
Skipulag
Samstarfsáætlunin er þverlæg og leggja öll fagsviðin hönd á plóg með aðgerðum og verkefnum.
Margar stofnanir Norrænu ráðherranefndarinnar koma einnig að framkvæmd samstarfsáætlunarinnar. Þeirra á meðal eru Norræna velferðarmiðstöðin, Norræna rannsóknastofnuninni um byggðaþróun, Norræna rannsóknaráðið og Norræna menningargáttin.
Skrifstofa þekkingar- og velferðarmála á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar hefur umsjón með samstarfsáætluninni.
Framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíðarsýn fyrir árið 2030
Framkvæmdaáætlunin lýsir því hvernig Norræna ráðherranefndin mun vinna að því að uppfylla markmið framtíðarsýnarinnar með röð verkefna sem tengjast þremur stefnumarkandi áherslum: Græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Tólf markmið hafa verið sett fyrir þessar stefnumarkandi áherslur. Stefnumarkandi áherslurnar og markmiðin munu vísa veginn í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar næstu fjögur árin. Framkvæmdaáætlunin er í tólf hlutum og fjallar hver þeirra um eitt markmið