Jafnrétti og lýðræði í brennidepli í Norðurlandaráði

01.03.19 | Fréttir
Gunilla Carlsson taler i Stortinget ved Nordisk Råds Session 2018

Gunilla Carlsson taler i Stortinget ved Nordisk Råds Session 2018

Photographer
Sara Johannessen

Þemaþing Norðurlandaráðs verður haldið í Kaupmannahöfn dagana 8. og 9. apríl. Á ljósmyndinni er Gunilla Carlsson, varaforseti.

Jafnrétti verður í brennidepli á Norðurlandaráðsþinginu í Kaupmannahöfn dagana 8.-9. apríl. Sáttamiðlanir og kosningar til Evrópuþings verða einnig til umfjöllunar þessa tvo daga.

Þemaþingsumræður um jafnrétti fara fram seinni daginn, 9. apríl, og yfirskrift umræðnanna er „Jafnrétti – forsenda lýðræðis“. Norrænu samstarfsráðherrunum og ráðherrum um jafnréttismál er einnig boðið á umræðurnar.

Jafnrétti og lýðræði verða í forgangi í Norðurlandaráði á formennskuári Svíþjóðar 2019.

Þingið hefst þann 8. apríl með ýmsum fundum, þar á meðal fundum flokkahópa, forsætisnefnda og nefnda Norðurlandaráðs. Seinni fundardagurinn nær svo hápunkti með jafnréttisumræðum þar sem allt Norðurlandaráð tekur þátt. Á þinginu verða einnig til meðferðar svokallaðar þingmannatillögur sem lagðar eru fram af þingmönnum Norðurlandaráðs.

Tveir hliðarviðburðir verða haldnir í tengslum við þingið. Mánudaginn 8. apríl kl. 15-17 verða kosningaumræður í tengslum við Evrópuþingskosningarnar og þann 9. apríl verður haldið málþing um Norðurlönd sem sáttamiðlara. Evrópusambandsumræðunum verður streymt beint á netinu og það sama á við þemaumræðurnar þann 9. apríl kl. 11.05-12.05.

Þingið er opið fjölmiðlafólki

Fjölmiðlafólk sem hefur áhuga á að sækja annað hvort þemaþingið eða hliðarviðburðina geta skráð sig hjá Matt Lindqvist, upplýsingaráðgjafa Norðurlandaráðs, í netfangið matlin@norden.org eða í síma +45 29 69 29 05.

Norðurlandaráð er opinber þingmannavettvangur norræns samstarfs. Það var stofnað árið 1952 og er skipað 87 fulltrúum frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð ásamt Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Norðurlandaráð kemur saman fjórum sinnum á ári.