3TM

3TM
Photographer
Klaus Elfving
3TM er tilnefnt til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir verkið „Lake“. Plata (2019)

Rökstuðningur:

Djasstríóið 3TM skipa þeir Teppo Mäkynen stjórnandi og trommuleikari, Antti Lötjönen bassaleikari og Jussi Kannaste saxófónleikari. Á plötunni Lake (We Jazz Records WJCD16, 2019) blandast saman órafmagnaður leikur og rafræn hljóð, fyrir vikið fær tónlistin allt að því heimspekilega vídd. Samspil rafrænnar hughrifatónlistar og órafmagnaðs djass verður óvenju gagnvirkt og skapandi. Þrátt fyrir raftónlistina eða kannski vegna hennar brýst mannsröddin sterkt gegnum heildina þar sem tónlistin ávarpar áheyrandann á afar persónulegan hátt, túlkuð af tæknilega og tilfinningalega færum tónlistarmönnum. Mínímalískar vangaveltur á plötunni sitja eftir í höfði áheyrandans eins og dularfullt stækkunargler á tilveruna. listarmennirnir eru hornsteinar í finnsku djasslífi en fyrsta sameiginlega plata þeirra, Form (2017), hlaut finnsku Jazz-Emma tónlistarverðlaunin (samsvara Grammy verðlaununum). Sama ár gáfu þeir út forleik að Lake en það var hughrifaverkið Abyss – A Prelude to the Lake (We Jazz Records WJCD1682, 2019).