Anja Jacobsen

Anja Jacobsen
Ljósmyndari
Mads Fisker
Anja Jacobsen er á meðal hinna 13 sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023.

Rökstuðningur:

Tónlistarkonan og tónskáldið Anja Jacobsen hefur á undanförnum tveimur áratugum getið sér gott orð fyrir umfangsmikið og merkt framlag til dansks tónlistarlífs. Hún er manneskjan á bak við sólóverkefnið Frk. Jacobsen, er tónskáld og stjórnandi sönghópsins Valby Vokalgruppe, eitt tónskálda og trommuleikari í tilraunakenndu sveitinni Selvhenter og meðstofnandi Eget værelse, hóps sem hefur verið afar áberandi og gróskumikið listaumhverfi í dönsku tónlistarsenunni. Með fjaðurmögnuðum takti og aðdáunarverðum sköpunarkrafti blandar Anja Jacobsen oft hinu hversdagslega við hið súrrealíska: Hér mætast framúrstefna og popptónlist; pönk og þjóðlagatónlist; frjáls spuni og knappar hendingar sem sækja innblástur í nútímatónsmíðar. Og þetta er tónlist sem áheyrendur taka eftir, sérstaklega þegar þeir hitta hana fyrir á sviðinu – í lifandi flutningi. Framúrstefnulega og tilraunakennda nálgun sína í hljóðfæraleik og tónsmíðum fléttar hún saman við einkar fjöruga forvitni og athugula samheldni með þeim sem hún spilar með hverju sinni. Anja Jacobsen talar með styrkri og þýðingarmikilli raust, fyrst og fremst því að hún gerir það ávallt ásamt öðrum, og stendur fast á því að samkennd og samfélag geri einstaklinga sterkari.