Antti Paalanen

Antti Paalanen
Photographer
Heidi Maria Paalanen/Norden.org
Tilnefndur fyrir verkið for verkið „Meluta“

Antti Paalanen (f. 1977) byggir hömlulausa tónlist sína á einföldu dragspilinu sem er hefðbundinn þáttur í finnskri. Innblásinn af hefðinni hefur Paalinen samt sem áður búið til hljómaheim sem er allur hans eigið sköpunarverk, þar sem hefðin víkur fyrir leiðslukenndri naumhyggju og agaðri og skilningsnæmri notkun nútímahljóðtækni.

Meluta [Að gera háreysti] er þriðja einleiksskífan sem Paalanen hefur látið frá sér, en hann leikur einnig með mörgum nafntoguðum hljómsveitum. Þessi skífa opinberar tónlistarmann sem er ekki einungis snjall harmóníkuleikari, heldur einnig tónskáld sem tekur hljóðfæri sitt út að ystu mörkum; öskrar á harmóníkuna, stappar í gólfið, hamrar á loftbelginn og fnæsir eins og mannýgt naut. Í höndum Paalanens verður harmóníkan að lifandi, leiðslublandinni dansmaskínu með lífsanda.

Tónlistin á Meluta-skífunni var samin sem hluti af doktorsgráðu Paalanens á listabraut, með áherslu á að þróa nýja leiktækni fyrir hefðbundið hljóðfæri. Hömlulaus sjónræn vídd er hluti af hugsmíðinni: tónlistarmyndböndin á skífunni ná að sýna algleymisákafan þverskurð af finnskri tónlistargeggjun.