Bára Gísladóttir

Bara Gisladottir

Bara Gisladottir - foto Gabrielle Motola

Ljósmyndari
Gabrielle Motola
Bára Gísladóttir er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir verkið „Víddir“ (fyrir 9 flautur) (2019-2020).

Rökstuðningur

Bára Gísladóttir er íslenskt tónskáld og kontrabassaleikari með aðsetur í Kaupmannahöfn. Hún nam tónsmíðar við Listaháskóla Íslands, Verdi Akademíuna í Mílanó og Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn. Verk hennar eru nýstárleg og djörf og segja persónulega og sérkennandi sögu sem, eins og hún nefnir sjálf, er byggð á hugmyndinni um hljóðið sem lífveru. Tónlist hennar hefur verið flutt af hljóðfærahópum og hljómsveitum á borð við Athelas Sinfonietta, Dönsku sinfóníuhljómsveitina, hljóðfærahópinn InterContemporain og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Bára er einnig virkur tónlistarflytjandi og flytjur sjálf tónlist, oft með samverkamanni sínum til langs tíma, Skúla Sverrissyni, og hún hefur gefið út nokkrar plötur þar sem hún leikur eigin tónlist.VÍDDIR er heillandi og magnað kammerverk þar sem hljóðheimurinn og uppbygging tónlistarinnar eru mótuð á lífrænan hátt og skarta hugmyndum um áferð og víddir þar sem mismunandi efni renna saman í eitt.

 

 

Tengill