Hildur Guðnadóttir

Hildur Guðnadóttir
Ljósmyndari
Rune Kongsro
Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir verkið „Chernobyl“. Hljóðrás (2019).

Rökstuðningur:

Hildur Guðnadóttir er menntuð í sígildri tónlist en tók sín fyrstu spor í undirheimum rokk/popptónlistar. Fyrsta verk hennar kom út hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Touch. Chernobyl markar tímamót á ferli hennar, hér er á ferðinni ótrúlegur samruni tónlistar og hljóðlistar sem hún hefur fengið mikið lof fyrir. Tónlistin þenur mörk þess sem bakgrunnstónlist megnar, upprunnin í yfirgefnu kjarnorkuveri og þétt samofin sjónvarpsþáttunum sem hún var samin við, og undirstrikar frásögnina á snilldarlegan hátt án þess að yfirskyggja hana. Hátindi fullkomins jafnvægis er náð. Tónlistin stendur ein og óstudd sem heillandi tónsmíð en laðar jafnframt á hárfínan og áhrifamikinn hátt fram þá skelfingu sem sagan fjallar um. Á liðnu ári hefur viðurkenningum rignt yfir snilldarlega listsköpun Hildar, en tónlist hennar við kvikmyndina Joker hefur einnig hlotið gífurlegt lof og unnið til Golden Globe og Óskarsverðlaunanna.