Line Tjørnhøj

 Line Tjørnhøj

Line Tjørnhøj - foto Kaare Viemose

Photographer
Kaare Viemose
Line Tjørnhøj er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir verkið „enTmenschT“ (fyrir sönghóp) (2018).

Rökstuðningur

„Ég er afar uggandi yfir framtíðinni!“ hefur tónskáldið Line Tjørnhøj sagt í samtali um verkið ENTMENSCHT – sviðsverk fyrir raddir.

 

ENTMENSCHT varð til áður en heimsfaraldurinn dundi yfir, og áður en það gerðist sem við héldum ekki að kæmi til á okkar tímum: Verkið fjallar um tvo af öfgakenndustu og áhrifamestu listamönnum listasögunnar frá öndverðri 20. öld, sem er kannski einmitt það tímabil sem hinn nútímalegi ótti okkar á upptök sín í: Óttinn við eyðileggingarmátt grimmdarinnar. Mannsröddin er í brennidepli í tónlist Tjørnhøj. Eins og í mörgum öðrum verkum hennar kannar hún hér algildar og oft á tíðum sársaukafullar hliðar tilveru okkar gegnum meistaralega beitingu á röddinni – möguleika hennar og takmarkanir, svo og getu tónlistarinnar til að skapa tengsl. Verkið er samið í samstarfi við myndlistarkonuna Signe Klejs og hinn færa sönghóp Theatre of Voices.

 

Með „ópið sem leiðarstef“ kannar ENTMENSCHT skilin á milli mennsku og grimmdar. ENTMENSCHT er hjartnæmt og átakanlegt tónverk með þema og yfirbragði sem á óhugnanlega brýnt erindi við samtímann.

 

                                

Tengill