Rasmus Lyberth

Rasmus Lyberth
Photographer
Anders Rye
Rasmus Lyberth er tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir verkið „Inuunerup oqarfigaanga / Livet skal leves på ny“. Plata (2019)

Rökstuðningur:

Inuunerup oqarfigaanga / Livet skal leves på ny er nafnið á nýrri plötu Rasmusar Lyberth sem óhætt er að kalla meistaraverk. Eins og tónlistin ber vitni um hefur stórkostleg lífssýn og jákvæð lífssýn Rasmusar Lyberth smitandi áhrif á alla í kringum hann.

Eftir að hafa hitt hann í eigin persónu eða hlýtt á hann á tónleikum ýmist við undirleik stærri hljómsveitar, einn með gítar eða röddina án undirleiks, fyllist fólk nýjum lífsþrótti og gleðst yfir jafnt smámunum og stórum atriðum lífsins.

Rasmus Lyberth nær að fylla rýmið með mikilli rödd sinni. Hvort sem hann syngur á grænlensku, á dönsku eða án orða kemur hann boðskap textans og lagsins til skila með túlkun sinni. Texti, laglína og rödd sameinast í eina heild.

Inuunerup oqarfigaanga / Livet skal leves på ny er stórbrotið verk, hápunktur á löngum ferli lagasmiðsins, söngvarans, leikarans og sviðslistamannsins sem hefur spreytt sig á ólíkum tónlistargreinum með tilfinningaþrungnum laglínum.