Sóley Stefánsdóttir

Sóley Stefánsdóttir

Sóley Stefánsdóttir - foto Sunna Ben

Ljósmyndari
Sunna Ben
Sóley Stefánsdóttir er tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2022 fyrir verkið „Mother Melancholia“ (hljómplata) (2021).

Rökstuðningur

Sóley hóf sín fyrstu sport á indísenunni á Íslandi en kom fram sem fullmótuð tónlistarkona með hljómplötu sinni Theatre Island árið 2010 þar sem hún skapaði andrúmsloft með tilvísunum í Erik Satie og klassískan mínimalisma. Fleiri hljómplötur fylgdu þar sem áherslurnar voru svipaðar og nutu alþjóðlegrar athygli sem gerði Sóleyju kleift að ferðast um heiminn og leika tónlist sína.

 


Mother Melancholia er hennar nýjasta afurð og þar slær við nýjan tón. Platan er afar frumleg og í raun ein löng hugleiðsla um ástand heimsins, sem skiptist á að vera fallegur og hryllilegur, eða eins og Sóley sjálf lýsir henni á vefsíðu sinni: „Platan byrjar um morgun og endar um kvöld. Tónlistin flæðir glæsilega í einkennandi kaflaskiptingum, þar sem tilraunakennd verk Sóleyjar blandast við melódíska og upplífgandi lagahluta. Þetta epíska og hugrakka ferðalag hefur fengið mikið lof bæði hérlendis og erlendis.

 

Tengill