Verðlaunahafi 2005

Kammersveitin Cikada er þekkt langt út fyrir landamæri Noregs. Á verkefnaskrá sveitarinnar eru bæði norræn tónlist og valin alþjóðleg nútímaverk.

Norska Kammersveitin Cikada hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005.

Cikada hefur starfað með mörgum þekktum norrænum tónskáldum, má þar nefna Rolf Wallin, Arne Nordheim, Cecilie Ore, Kaija Saariaho, Anders Nilsson och Magnus Lindberg. Á verkefnaskrá sveitarinnar hafa einnig oft verið verk eftir Iannis Xenakis, Luigi Nono, Morton Feldman og John Cage.

Kammersveitin Cikada var stofnuð árið 1989 og í henni eru níu tónlistarmenn, hljómsveitarstjóri er Christian Eggen. Undir nafninu Cikada starfa þrjár mismunandi sveitir; Cikada Ensemble, Cikada Stråkkvartett og Cikada Duo.

Það er yfirlýst markmið sveitarinnar að leggja sitt af mörkum í nýju hljómburðartónlistinni og jafnframt að hafa rafræn tónlistarverk á verkefnaskrá sinni. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs nema 350 000 dönskum krónum og voru afhent í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Reykjavík þann 26. október 2005.