The Danish String Quartet

The Danish String Quartet
Photographer
Caroline Bittencourt
The Danish String Quartet er á meðal þeirra 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2017.

Á aðeins fáum árum hefur The Danish String Quartet (DSQ) orðið eitt helsta nafnið í dönsku og alþjóðlegu tónlistarlífi.

DSQ hefur stimplað sig rækilega inn sem túlkandi sígildra verka, en meðal annars bera upptökur hópsins og túlkun á kvartettum eftir Carl Nielsen og Beethoven vott um djúpa innlifun og snilli. DSQ hefur einnig lagt mikla vinnu í sannfærandi og lifandi flutning á nútímakvartettum eftir tónskáld á borð við Abrahamsen, Schnittke og Sjostakovitsj.

Auk yfirburða sinna á hinu sígilda sviði hefur DSQ náð til breiðari hóps en hinna hefðbundnu unnenda kammertónlistar. Upptaka kvartettsins á verkinu Wood Works, þar sem skandinavísk þjóðlagatónlist nýtur sín í djörfum og gáskafullum útsetningum meðlima, hefur vakið mikla athygli yngri áheyrenda og opnað augu þeirra og eyru fyrir undrum kammertónlistarinnar. Ennfremur er túlkun hópsins á þjóðlagatónlistinni flutt á svo innilega alþýðlegan (og heillandi!) hátt að þessar útsetningar/tónsmíðar eru orðnar að alveg nýrri tónlistargrein.

DSQ hefur einnig sett á fót sína eigin árlegu tónlistarhátíð og boðið þangað framúrskarandi ungu tónlistarfólki alls staðar að úr heiminum.