Gagnvegir góðir

Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Ungt fólk, sjálfbær ferðamennska og málefni hafsins eru áherslumál formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019. Norrænaráherslur á jafnrétti, stafræna væðingu og sjálfbæra þróun fléttast inn í formennskuverkefnin, sem og heimsmarkmið SÞ.Yfirskrift formennskunnar vísar til vináttu Norðurlandanna sem birtist meðal annars í hreyfanleika og öflugu innbyrðis samstarfi. Gagnvegir liggja líka út í heim þar sem Norðurlöndin kynna sig sameiginlega ogleggja sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Gagnvegir framtíðar liggja um stafræna veröld.Það er rótgróin virðing fyrir leikreglum lýðræðis og réttarríkis á Norðurlöndunum. Við erum staðföst í að vera áfram friðsamleg og fjölbreytt velferðarsamfélög þar sem menning og menntun blómstrar og allir eiga rétt á að njóta sín. Samfélög þar sem nýsköpun á sér stað í þágu náttúru, atvinnu og öflugs efnahagslífs.Norrænt samstarf hefur sýnt að það er betra að byggja brýr en reisa múra. Það er ekkert gamaldags við samvinnu, vináttu og virðingu. Grundvallargildi Norðurlandanna eiga áfram fullt erindi.
Publication number
2018:825