Stefnan tekin á sjálfbær og samþætt Norðurlönd
Milliúttekt á framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir Framtíðarsýn okkar 2030 á tímabilinu 2021–2024
Upplýsingar
Útgáfudagur
Lýsing
Norrænu forsætisráðherrarnir samþykktu árið 2019 framtíðarsýnina um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Norræna ráðherranefndin fékk í framhaldinu það verkefni að halda utan um samstarfið við að gera þá sýn að veruleika. Ráðherranefndin fylgir sérstakri framkvæmdaáætlun fyrir framtíðarsýnina árin 2021-2024 og nú eftir tæp tvö ár hefur verið gerð milliúttekt á starfinu.Þrátt fyrir áskoranir tengdar heimsfaraldri COVID-19 og árás Rússlands á Úkraínu hefur Norðurlandaráð náð tilteknum markmiðum og niðurstöðum. Starf Norrænu ráðherranefndarinnar snýst um að styðja með sem bestum hætti við norrænu ríkin við að fylgja eftir þessari framtíðarsýn. Vinna við hin grænu umskipti hefur verið efld með 120 milljóna da.kr. viðbótarframlagi í fjárhagsáætlun árin 2021-2024.Milliúttektin var samþykkt af norrænu samstarfsráðherrunum í september árið 2022.
Útgáfunúmer
2022:723