Den Sorte Skole og Karsten Fundal

Den Sorte Skole & Karsten Fundal
Photographer
Jesper Palermo
Den Sorte Skole og Karsten Fundal eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir verkið „Symphony No. II for Sampler and Chamber Orchestra“. Hljómsveitarverk (2016).

Rökstuðningur:

Höfundar Symphony II eru Den Sorte Skole (hljóðsmölun/tónskáldatvíeyki) og Karsten Fundal (tónskáld, viðurkenndur fyrir óvenju breitt svið nýrrar tónlistar fyrir hljómsveit; kvikmyndatónlist, tilraunakennda tónleika og verk til flutnings í tónleikasal). 

Tveir ólíkir heimar mætast í verki sem áheyrandinn skynjar ekki sem tilraun til að aðlaga tvö ólík tjáningarform hvort að öðru heldur sem fullunnið og sjálfsprottið verk með vald jafnt á raftónlist og hljóðfærum. Den Sorte Skole smalar örsmáum tónlistarsýnum af ýmsum stílum hvaðanæva að úr heiminum og myndar úr þeim nýjan leikrænan samhljóm. Markmiðið er að opna fólki nýjan heim hljóðs og tónlistar, líkt og að horfa í kviksjá sem er í stöðugu samtali við gleymda fjársjóði tónlistarsögunnar. Með þessu nýja verki til flutnings í tónlistarsal hafa tónskáldin þrjú skapað nýtt tjáningarform sem sendir áheyrendur í heillandi ferðalag í tíma og rúmi.

Symphony No. II for Sampler and Chamber Orchestra í sex þáttum er hljóðritað með hljóðfæraleikurum úr Copenhagen Phil undir stjórn Hans Ek.