Andleg vanlíðan ungs fólks á Norðurlöndum – afleiðingar farsóttarinnar

06.09.21 | Viðburður
Landsdeild Svíþjóðar í Norðurlandaráði býður til sameiginlegs fundar í tengslum við septemberfundi ráðsins

Upplýsingar

Dates
06.09.2021
Time
16:00 - 17:30
Type
Online

Bein útsending

Viðburðurinn verður sendur út beint á þessari síðu. Til að fá finnska og íslenska túlkun er hægt að skipta um tungumál efst til hægri á þessari síðu.

Bakgrunnur

COVID-19-farsóttin hefur haft í för með sér samfélagsbreytingar sem börn og ungmenni, fullorðnir og rosknir hafa orðið að laga sig að. Fyrir utan veikindi af völdum veirunnar hafa takmarkanir og umbreytingar vegna farsóttarinnar haft áhrif á lýðheilsu og ekki síst andlega heilsu fólks. Jafnvel þótt börn og ungmenni hafi síður orðið fyrir barðinu á veirunni og sjaldnar orðið alvarlega veik hefur tíminn leitt í ljós að farsóttin kemur niður á líðan ungs fólks og veikir stöðu þess. Verður því fjallað um afleiðingar farsóttarinnar í tengslum við andlega heilsu barna og ungmenna. Að hvaða leyti hefur veik staða og andleg vanheilsa ungs fólks versnað vegna farsóttarinnar? Umræðurnar snúast meðal annars um áhrifin sem stafvæðing skólastarfs, fækkun félagslegra viðburða og minni tómstundaiðkun hefur haft á ungt fólk, vanda sem fjölskyldur standa frammi fyrir vegna mismunandi félags- og fjáhagslegra aðstæðna og hvernig farsóttin hefur breytt þankagangi ungs fólks og trú þess á framtíðina. Einnig verður rætt um afleðingar farsóttarinnar fyrir börn sem búa við togstreitu í fjölskyldu sinni þar sem líkamlegt og andleg ofbeldi á sér stað á heimilinu.

Þátttakendur

  • Lena Hallengren (S), félagsmálaráðherra Svíþjóðar
  • Magnus Jägerskog, forstöðumaður Bris, stofnunar um réttindi barna
  • MaiBritt Giacobini, Dr. med., sérfræðingur í geðlækningum barna og ungmenna, Prima barna- og ungmennageðlækningum
  • Bente Stein Mathisen (hægri), formaður norrænu velferðarnefndarinnar
  • Nina Sandberg (norska Verkamannaflokknum), norrænu velferðarnefndinni
  • Eva Lind (S), norrænu velferðarnefndinni
  • Umræðustjóri: Ulrik Hoffman - forstjóri rannsóknarmiðstöðvarinnar Ungdomsbarometern

Dagskrá

16:00 Gunilla Carlsson (S), varaformaður landsdeildar Svíþjóðar, býður gesti velkomna og kynnir dagskrána

16:05–16:10 Bente Mathiesen (H), formaður Norrænu velferðarnefndarinnar

Erindi:

16:10–16:20 Lena Hallengren, félagsmálaráðherra Svíþjóðar

16:20–16:30 Magnus Jägerskog, forstöðumaður Bris

16:30–16:40 MaiBritt Giacobini, Dr. med., sérfræðingur í geðlækningum barna og ungmenna, Prima barna- og ungmennageðlækningum

16:40–17:15
 Pallborðsumræður

Ulrik Hoffman stýrir umræðum milli Bente Stein Mathisen (H), Ninu Sandberg (A), Evu Lind (S), Magnus Jägerskog og MaiBritt Giacobini

Fyrirspurnir áheyrenda
 

Lokaorð, Arman Teimouri (L)

Verið hjartanlega velkomin