Fundur fólksins 2022: Fræ til framtíðar – Hvernig og hvað ræktum við á tímum loftslagsbreytinga?

16.09.22 | Viðburður
alt=""
Photographer
Christoffer Askman / Ritzau Scanpix
Loftslagsváin skapar bæði vanda og ný tækifæri í landbúnaði. Hvernig lögum við jarðyrkju að hlýnandi loftslagi, og eru tækifæri til að auka framleiðslu og rækta nýjar tegundir nytjaplantna á norðurslóðum?

Upplýsingar

Dates
16.09.2022
Time
13:00 - 13:40
Location

Fundur fólksins
The Nordic house
Reykjavik
Ísland

Type
Umræðufundur

Athugið: Tímasetningar miðast við íslenskan tíma.

Heimsfaraldur COVID-19 og stríðið í Úkraínu hafa leitt í ljós hversu viðkvæm matvælakerfi á Norðurlöndum eru en það er ekki síður ljóst að yfirvofandi loftslagsvandi er veruleg ógn við fæðuöryggi.

Lykilatriði í umbreytingunni í átt að sjálfbærari og öruggari matvælakerfum er að auka neyslu og ræktun á innlendu grænmeti og korni. Loftslagsváin skapar þó bæði vanda og ný tækifæri í landbúnaði.

Hvernig lögum við jarðyrkju að hlýnandi loftslagi, og eru tækifæri til að auka framleiðslu og rækta nýjar tegundir nytjaplantna á norðurslóðum? Málefnið er einkar aðkallandi á Íslandi, eyju sem reiðir sig mjög á matvælainnflutning.

Sem stendur geta íslenskur bændar ræktað um 43% grænmetis og 1% korns sem neytt er í landinu. Það gæti hins vegar orðið mögulegt að rækta áður óhugsandi nytjaplöntur á norrænum slóðum. Hvað þýðir þetta fyrir Ísland og jafnvel norðurslóðir allar?

Ræðumaður:

  • Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur
  • Michael Lyngkjær, plöntufræðingur NordGen
  • Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST
  • Nicholas Ian Robinson, lífrænn garðykjubóndi og doktorsnemi í landfræði

 

Ræðustjóri: Guðrún Sóley Gestsdóttir