Stór skref í átt að sjálfbæru hæfniframboði – norræn ráðstefna sem mun gefa innblástur fyrir ný tækifæri

11.04.24 | Viðburður
Arbetsmiljö
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Framtíðarsýn Norðurlanda er að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Til að það markmið náist þurfum við að sækja okkur innblástur og læra hvert af öðru. Með því að stuðla að sjálfbærni og þekkingarmiðlun getum við fundið nýjar og nýstárlegar lausnir á sameiginlegum áskorunum tengdum framboði á hæfu vinnuafli og grænum umskiptum.

Upplýsingar

Dates
11 - 12.04.2024
Location

Sara kulturhus, Skellefteå
Svíþjóð

Verið velkomin á spennandi daga þar sem skoðuð verða staðbundin og norræn dæmi um skörun menntunar og atvinnulífs. 


Þátttakendur munu öðlast ríkari skilning á þeim mikilvægu skrefum sem þarf að taka til að tryggja sjálfbærni og árangur í framtíðinni, þar sem náttúruvísindi, tækni og stærðfræði gegna lykilhlutverki, til að tryggja nægilegt framboð hæfs starfsfólks á vinnumarkaði og stuðla að nýsköpun og vexti á svæðinu. 

 

Ráðstefnan er fyrst og fremst miðuð að menntageiranum, atvinnulífi og öðrum hagsmunaaðilum sem vinna að sjálfbærri framtíð með viðeigandi hæfni.

 

Ráðstefnan er hluti af sænsku formennskuáætluninni 2024. Öruggari, grænni og frjálsari Norðurlönd: Formennskuáætlun Svía í Norrænu ráðherranefndinni 2024

Contact information