Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014

01.05.14 | Fréttir
Pekka Kuusisto
Ljósmyndari
Kaapo Kamu
11 verk eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2014, en tilnefningar voru kynntar á opnun SPOT-hátíðarinnar í Árósum 1. maí. Verðlaunahafi síðasta árs, finnski fiðluleikarinn Pekka Kuusisto, og færeyski lagasmiðurinn Teitur fluttu tónlistarspuna við athöfnina.

Við tilnefningar þessa árs var sérstaklega litið til þess að verkin væru skýr að byggingu og formi og fælu í sér þætti sem yrðu til í flutningi verksins. Verkin eiga að standast strangar listrænar kröfur og þykja hafa nýtt fram að færa innan sinnar tónlistargreinar.

Tilnefnd verk eru:

Danmörk

Balladeering-Time-December Song“ eftir Jakob Bro

Black Box Music“ eftir Simon Steen-Andersen

Finnland

Jong“ eftir Lotta Wennäkoski 

Eerik XIV“ eftir Mikko Heiniö & Juha Siltanen

Færeyjar

Barbara“ eftir Tróndur Bogason

Ísland

Solar5: Journey to the Center of Sound“ eftir Hugi Guðmundsson, Hilmar Jensson, Sverri Guðjónsson og Matthías Hemstock, með gagnvirku myndefni eftir Joshue Ott

Undir tekur yfir“ eftir Hildur Gudnaðóttir

Noregur

Constructing Jungle Books“ eftir Øyvind Torvund

Lion“ eftir Marius Neset

Svíþjóð

Frames in transit“ eftir Jesper Nordin

Ice Concerto“ eftir Fredrik Högberg

Tilkynnt verður um verðlaunahafa og verðlaunin afhent við athöfn á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 29. október.

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2013 og tilnefnd verk