Spila myndskeið

Svanurinn hjálpar þér að velja sjálfbærar vörur

Leitaðu að norræna Svaninum ef þú villt velja rétt og sjálfbært. Svanurinn er umhverfismerki sem gerir miklar kröfur til fyrirtækja og hægt er að treysta í raun.

Svanen Per Andersson
Hittu Per

Hittu: Per Andersson

Á heima: Í Gautaborg

Starf: Gallabuxnahönnuður

Heldur upp á norrænu samstarfi: Svansmerkið og að gerðar séu miklar kröfur til þess að hægt sé að fá merkið.

Nú eru tugþúsundir tegunda vöru og þjónustu á Norðurlöndunum merktar með Svaninum. Neytendur eiga því um margt að velja.
Til dæmis eru til Svansvottaðar byggingar, hlutabréfasjóðir og meira að segja kynlífshjálpartæki.
Þegar þú velur Svaninn geturðu verið viss um að þú sért að velja umhverfisvænt. Það er nefnilega verulega erfitt fyrir fyrirtæki að fá að nota Svaninn og þau eru rannsökuð ofan í kjölinn áður en þeim er gefið grænt ljós.
Sjálf varan eða þjónustan verður að vera umhverfisvæn til þess að fá Svansmerkið. En það nægir ekki. Allt vistferli vörunnar er metið - frá hráefni til úrgangs.
Svanurinn varð til sem umhverfismerki árið 1989 og hefur verið í vexti allar götur síðan.

„Fyrir neytendur verður valið einfaldara, einmitt vegna þess að þetta er ekkert nýtt. Allir Norðurlandabúar þekkja Svaninn; hann er umhverfisvænn valkostur sem neytendur geta treyst.“
Per Andersson, Jeansdesigner

Fróðleiksmolar:

  • Svanurinn varð til árið 1989. Þá ákvað Norræna ráðherranefndin að innleiða Svaninn sem opinbert og sameiginlegt umhverfismerki Norðurlanda.
  • Svanurinn telst til fyrsta flokks umhverfismerkja. Í þann flokk komast aðeins afar trúverðug og öflug umhverfismerki.
  • Svansmerkið gildir oftast í þrjú ár. Að þeim liðnum aukast kröfurnar enn frekar og fyrirtæki verða að sækja um merkið á nýjan leik. Uppfylli einhver vara ekki lengur sett viðmið er leyfið afturkallað.

Langar þig að lesa meira um Svansmerkið? Hér eru nánari upplýsingar:

www.svanen.se/

Lestu fleiri sögur