Clara Sola - Svíþjóð

SE Clara sola
Photographer
HOBAB
Sænska kvikmyndin „Clara Sola“ er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Clara, 40 ára, er talin vera í sérstöku sambandi við Guð. Sem heilari er hún fjölskyldu sinni og þorpi mikilvæg en finnur hugarró í sambandi sínu við hið veraldlega. Eftir að hafa verið undir hæl móður sinnar til margra ára fara kynferðislegar langanir hennar af stað þegar hún heillast af kærasta frænku sinnar. Þær leiða Clöru á ókannaðar slóðir og gera henni kleift að flakka á milli líkamlegra og andlegra marka. Uppgötvanir hennar um sig sjálfa færa henni valdeflingu og smám saman losnar hún undan hlutverki sínu sem dýrðlingur og byrjar að heila sig sjálfa.

Rökstuðningur

Með kvikmyndinni Clara Sola hleypir Nathalie Álvarez Mesén áhorfendum inn í heim sem í senn er sjálfsagður og nýstárlegur, bæði fullur töfrum og rökréttur í sjálfum sér. Að hafa í sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd svo mikla getu og sjálfsöryggi til að skapa þennan einstakan heim og smíða kvikmyndaverk af þvílíkri fágun er aðdáunarvert svo ekki sé meira sagt. Ásamt aðalleikkonunni Wendy Chinchilla Araya og myndatökukonunni Sophie Winqvist hefur hún náð að búa til tilfinningaríka mynd um kynvitund og baráttuna um frelsi þar sem hægt er að finna lyktina, bragðið, snertinguna við húðina og afl náttúrunnar í kringum sig. 

Handritshöfundur – Maria Camila Arias

Maria Camila Arias (fædd 1985) er handritshöfundur frá Kólumbíu sem búsett er í Montreal í Kanada. Hún nam lista- og kvikmyndasögu í kvikmyndaskólanum í Vancouver þar sem hún og sérhæfði sig í handritagerð. Hún skrifaði handritið að Birds of Passage í leikstjórn Ciro Guerra og vann með Matias Meyer að mexíkósku myndinni Modern Loves. Hún skrifaði Clara Sola ásamt Nathalie Alvarez-Mesen. Kvikmyndin var frumsýnd á Directors' Fortnight í Cannes árið 2021.

Handritshöfundur og leikstjóri – Nathalie Álvarez Mesén

Nathalie Álvarez Mesén (fædd 1988) er handritshöfundur og leikstjóri frá Costa Rica og Svíþjóð. Eftir að hafa starfað í leikhúsum í Costa Rica lærði hún látbragðsleik í listaháskólanum í Stokkhólmi. Að því námi loknu lauk hún námi frá NYC háskólanum með M.F.A. í kvikmyndaleikstjórn og handritsgerð. Eftir að hafa sent frá sér nokkrar stuttmyndir, þar á meðal Between You and Milagros  sem fékk verðlaun sem besta stuttmyndin á Orizzonti-kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, sendi hún frá sér frumraun sína í leikstjórastólnum með Clara Sola árið 2021. Myndin var frumsýnd á Directors’ Fortnight í Cannes og sópaði svo að sér verðlaunum eftir það. Álvarez Mesén er nú að vinna að annarri kvikmynd sinni The Wolf Will Tear Your Immaculate Hands.

Framleiðandi – Nima Yousefi

Nima Yousefi (fæddur 1981) er framleiðandi og meðeigandi að framleiðslufyrirtækinu HOBAB, sem hann gekk til liðs við árið 2010 eftir að hafa lokið námi í hagfræði og heimspeki frá Stockholm University School of Business.
Í verkum sýnum blandar Nima saman næmni listrænnar kvikmyndagerðar og ríkjandi meginstraumum. Hann hefur komið að framleiðslu fjölda kvikmynda: Stupid Young Heart (2018) eftir Selma Vilhunen, Hvítur, hvítur dagur (2019) eftir Hlyn Pálmason og Berdreymi (2022) eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Hann framleiddi  Hatching eftir Hanna Bergholm, sem valin var á Sundance kvikmyndahátíðina árið 2022, og Clara Sola í leikstjórn Nathalie Álvarez Mesén.

Clara Sola var sýnd á Directors’ Fortnight í Cannes og vann til fimm Guldbagge-verðlauna í Svíþjóð. Um þessar mundir vinnur Álvarez Mesén að annarri mynd sinni, The Wolf Will Tear Your Immaculate Hands, og Sisters í leikstjórn hins upprennandi sænska leikstjóra Mika Gustafson.

Hann var valinn upprennandi framleiðandi („Producer on the Move“) á Cannes-hátíðinni árið 2021.

Framleiðsluupplýsingar

Titill á frummáli: Clara Sola

Leikstjóri: Nathalie Ávarez Mesén

Handritshöfundur: Nathalie Álvarez Mesén, Maria Camila Arias

Aðalhlutverk: Wendy Chinchilla Araya, Daniel Castañeda Rincón, Ana Julia Porras Espinoza

Framleiðendur: Nima Yousefi

Framleiðslufyrirtæki: HOBAB

Lengd: 106 mínútur

Dreifing í heimalandi: Folkets Bio

Alþjóðleg dreifing: Luxbox