Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2016

Nordisk Råds filmpris 2016
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur kvikmyndin „Louder Than Bombs“ eftir Joachim Trier, leikstjóra og handritshöfund, Eskil Vogt, handritshöfund, og Thomas Robsahm, framleiðanda fyrir Motlys.

Norska kvikmyndin Louder Than Bombs hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Það var tilkynnt rétt í þessu á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn. 

Rökstuðningur dómnefndar

Louder Than Bombs er beitt, hugvitsamleg og framsýn kvikmynd um fjölskyldu sem tekur að leysast upp í kjölfar andláts móðurinnar og eiginkonunnar.

Joachim Trier hefur unnið listrænt afrek ásamt teymi sínu þar sem frásagnarlistin nær nýjum hæðum. Flókin uppbygging kvikmyndarinnar, tilfinningaleg dýpt og hæfileiki til að tæta í sundur klisjur ætti að tryggja henni sess á námskrá kvikmyndaskóla um allan heim.