Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2016

Norska kvikmyndin Louder Than Bombs hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Það var tilkynnt rétt í þessu á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn.
Rökstuðningur dómnefndar
Louder Than Bombs er beitt, hugvitsamleg og framsýn kvikmynd um fjölskyldu sem tekur að leysast upp í kjölfar andláts móðurinnar og eiginkonunnar.
Joachim Trier hefur unnið listrænt afrek ásamt teymi sínu þar sem frásagnarlistin nær nýjum hæðum. Flókin uppbygging kvikmyndarinnar, tilfinningaleg dýpt og hæfileiki til að tæta í sundur klisjur ætti að tryggja henni sess á námskrá kvikmyndaskóla um allan heim.