Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017
Kaarle Aho tók við verðlaununum við verðlaunaathöfn Norðurlandaráðs í Finlandia-húsinu í Helsinki þann 1. nóvember.
Rökstuðningur dómnefndar:
„Í Little Wing fangar Selma Vilhunen stórbrotnar og sammannlegar tilfinningar með látlausum stílbrögðum og sýnir að sem leikstjóri og handritshöfundur býr hún yfir óvenju mikilli næmni. Vilhunen leikur sér á hugvitsamlegan hátt að dæmigerðri framsetningu á stúlkum og ungum konum í kvikmyndum og í hvert sinn sem áhorfandinn skynjar yfirvofandi ógn við söguhetjuna Varpu lætur Vilhunen hana sveigja fimlega hjá klisjunum, bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu. Varpu er indæl og dugmikil stelpa sem flakkar um í heimi þar sem persónurnar fá að vera raunverulegar manneskjur með góðar og slæmar hliðar, og þar sem umhverfið í kringum þær gegnir hlutverki leiktjalda en fær aldrei að verða ráðandi þema. Í Little Wing hefur dómnefndin séð svipmyndir hreinnar orku og kvikmyndalegs mikilfengleika, og okkur langar að sjá meira.“