Sampo Haapamäki
Rökstuðningur:
Tónskáldið Sampo Haapamäki (f. 1979) hefur skapað sína eigin rödd sem er afar áhugaverð í Finnlandi en einnig alþjóðlega. Kvarttónar hafa verið þungamiðjan í tónsmíðum hans í meira en 15 ár. Haapamäki hefur samið órafmagnaða tónlist fyrir hljómsveitir og kóra en einnig fjölrása rafmagnaða tónlist. Þá hefur hann tekið þátt í að þróa ný hljóðfæri til flutnings á kvarttóna tónlist. Konsertinn eftir Sampo Haapamäki er glæsilegt dæmi þess þegar nýstárleg sköpun og ítarleg rannsóknarvinna sameinast og verða sjálfsagður hluti af tungumáli tónlistarinnar. Elisa Järvi píanóleikari og kammersveitin Avanti! frumfluttu verkið í nóvember 2017. Hljómborðið á kvarttónapíanóinu sem notað er við flutninginn hönnuðu tónskáldið og píanóleikarinn í sameiningu. Konsertinn myndar heilsteypta og áhrifaríka heild þar sem áralangur könnunarleiðangur tónskáldsins kristallast í ólgandi og sérkennilega fögru tónamáli. Kvarttónarnir eru leiknir á píanó en einnig af heilli kammersveit. Tónskáldið hefur öruggt vald á víðfeðmu konsertforminu.