Thomas Agerfeldt Olesen

Thomas Agerfeldt Olesen
Photographer
Fransesca Anette Mortensen
Tilnefndur fyrir verkið „Weihnachtsoratorium“

Weihnachtsoratorium eftir Thomas Agerfeldt Olesens er eins og nafnið bendir til stöðugt samtal við Jólaóratóríu Bachs. Eins og hjá Bach inniheldur verkið kór, söngles og sálmalög og meira að segja eins konar „guðspjallamann“ í aðalhlutverki tenórsins. Samtalið við Bach sveiflast frá aðdáun og yfir í hæðnislegar geiflur. En allt verkið á enda ríkir sérlegur sætleiki jólanna sem gefur til kynna hvernig er að hlusta á Bach á okkar tímum og hvernig nútímamaðurinn getur lagt eyrun við þriggja alda gamla tónlist.

Í fáguðu og ástúðlegu samtalinu kveður við frakkan tón án þess að hann dragi úr djúpri virðingunni. Ævafornir sálmar eru lagðir í sterkan pækil án þess að þeir glati fullkomnun sinni. Inn á milli getur áheyrandinn ekki varist þeirri hugsun að allt sé þetta skopstæling á margtuggnum klisjum „nútímatónlistar“ þar sem mörgum þeirra bregður fyrir en öllu er haldið í jafnvægi á snilldarlegan hátt með ljóðrænum þræði sem gengur gegnum allt verkið. Kraftmikill taktur barokktónlistarinnar rennur áreynslulaust eftir mínímalískum farvegi, sálmalög verða að fasískum hrópum og væli en alltaf innan snyrtilegra ramma „jólaóratóríunnar.“ Jafnvægið er hárfínt og hnitmiðað.

Verkið er unnið af miklu öryggi þar sem það snýr sínum mörgu ásjónum til allra heimshorna án þess að Bach týnist!