Vinnuhópur um regluverk tengt stafrænni þróun - Nobareg

01.09.23 | Verkefni
Møte
Photographer
Norden.org
Nobareg leggur sitt af mörkum til stafrænna aðgerða í löndunum með miðlun reynslu og sameiginlegum aðferðum við innleiðingu löggjafar ESB þar sem það á við.

Upplýsingar

Vinnuhópur um regluverk tengt stafrænni þróun – Nobareg – var stofnaður 2022. Verkefni hans er að fjalla um málefni þar sem stafræn þróun og regluverk skarast, svo sem lög um gagnastjórnun, gögn og gervigreind.


Nobareg samhæfir undirbúning upplýstrar ákvarðanatöku til að tryggja gildismiðaða nálgun og greiða fyrir nýju hlutverki og ábyrgð opinbera geirans á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Nobareg leggur sitt af mörkum til stafrænna aðgerða í löndunum með miðlun reynslu og sameiginlegum aðferðum við innleiðingu löggjafar ESB þar sem það á við.

Auk þess samhæfir Nobareg ýmsa vinnu svo sem undirbúning löggjafar til framtíðar um stafræna þróun auk þess sem hópurinn skilgreinir og ræðir hugsanleg sameiginleg gildi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á sviði stafrænnar þróunar og löggjafar. ​

Skrifstofa Nobareg er hjá Digitaliseringsdirektoratet í Noregi.