Heildarstarfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar

Ársskýrsla 2014

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Saman erum við öflugri er yfirskrift framtíðarsýnar fyrir norrænt samstarf sem samstarfsráðherrarnir komust að samkomulagi um í febrúar 2014. Um sumarið var framtíðarsýnin gerð áþreifanlegri með ákvörðuninni um að nútímavæða starfsemi Norrænu ráðherranefndarinnar.  Meginmarkmið nútímavæðingarinnar er að styrkja enn frekar það öfluga og gagnlega samstarf sem er milli aðildarlandanna þannig að árangurinn af því að vinna saman verði raunverulega meiri en það sem löndin geta áorkað hvert um sig.  Tilgangur ársskýrslunnar er meðal annars að benda á nokkur dæmi um árangur af þessu tagi sem safnað hefur verið saman undir fjórum meginþemum framtíðarsýnarinnar; Norðurlönd án stjórnsýsluhindrana, nýskapandi Norðurlönd, sýnileg Norðurlönd og opin Norðurlönd.
Publication number
2015:770