Samstarfsáætlun norrænu ráðherranefndarinnar í vinnumálum 2022–2024

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Samstarfsáætlunin útfærir nánar framkvæmdaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um Framtíðarsýn okkar fyrir árið 2030 og tólf markmið hennar auk þess að gera grein fyrir því hverju norrænt samstarf á sviði atvinnulífs á að stuðla að fram til ársins 2024. Norræna ráðherranefndin skal leggja sitt af mörkum til að þróa vinnumarkað sem mætir þeim áskorunum sem græn umskipti og stafræn þróun hafa í för með sér og sem styður við frjálsa för á Norðurlöndum. Norrænt kerfi atvinnulífs byggir að stórum hluta á jafnrétti, félagslegu öryggi og samtali á milli aðila vinnumarkaðarins. Á sama tíma stendur norrænn vinnumarkaður frammi fyrir verulegum breytingum í kjölfar meðal annars tækniþróunar, stafrænnar þróunar á vinnustöðum, lýðfræðilegrar þróunar og nýrra ráðningarforma. Í samstarfsáætluninni er sjónum beint að þessum áskorunum og því hvernig norrænt samstarf getur lagt sitt af mörkum til að leysa úr þeim.
Publication number
2022:708