Tungumálayfirlýsingin
Upplýsingar
Yfirlýsingin markar þannig meginstefnuna, en löndin eiga síðan hvert um sig að sjá um að framfylgja þeirri hugsun sem býr að baki henni. Taka þarf tillit til mismunandi þátta í hverju landi þannig að sömu atriði eru ekki í brennidepli í öllum löndunum á sama tíma. Þau málstefnusvið sem lögð er áhersla á í yfirlýsingunni eru: Kennsla í skandinavískum málum sem grannmálum og erlendum málum, samhliða notkun ensku og undirstöðutungumála Norðurlanda, fjöltyngd samfélög og einstaklingar, og málnotkun yfirvalda (klarspråklighet, skýrt mál). Annað hvert ár gerir Norræna ráðherranefndin Norðurlandaráði grein fyrir hvernig löndin hafa framfylgt tungumálayfirlýsingunni.