BEINT: Hvað mynd draga kvikmyndir og sjónvarp upp af ungu LGBTI fólki?

24.10.20 | Viðburður
Hvilket billede skaber film og TV af LGBTI-unge?

Billede købt på Ritzau. 

Ljósmyndari
Ritzau
Hvaða mynd draga kvikmyndir, sjónvarp og fjölmiðlar upp af ungu LGBTI fólki í Danmörku og á Norðurlöndum? Er það réttlát mynd, er hún nauðsynleg og er hún eflandi eða er hún dragbítur? Fylgist með norrænum umræðum 24. október um hvernig ungt LGBTI-fólk birtist í kvikmyndum, sjónvarpi og fjölmiðlum.

Upplýsingar

Staðsetning

Mix Copenhagen, Cinemateket
Gothersgade 55
Danmörk

Gerð
Umræðufundur
Dagsetning
24.10.2020
Tími
14:45 - 16:15

Hvaða mynd draga kvikmyndir, sjónvarp og fjölmiðlar upp af ungu LGBTI fólki í Danmörku og á Norðurlöndum? Er það réttlát mynd, er hún nauðsynleg og er hún eflandi eða er hún dragbítur? Þetta verður útgangspunkturinn í umræðum með fulltrúum úr LGBTI-samfélaginu, bæði ungu fólki og foreldrum, ásamt fulltrúum úr fjölmiðla- og kvikmyndaheiminum. Skilyrði ungs LGBTI fólks árið 2020 verða til umræðu. Einnig munum við heyra álit pallborðsins á því hvað Norræna ráðherranefndin eigi að leggja til nýs samstarfs í þágu LGBTI fólks á Norðurlöndum.

Viðburðurinn er einn af sjö viðburðum sem haldnir eru í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og á Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum. Ábendingum og tillögum frá umræðunum verður safnað saman í fræðslurit sem nýtt verður í norrænu samstarfi til að bæta skilyrði fyrir jafnrétti í Danmörku og á Norðurlöndum.

Viðburðurinn er hluti af kvikmyndahátíðinni MIX Copenhagen. Viðburðurinn verður í beinu streymi á netinu.    

Dagskrá

Inngangur: Ráðherra matvæla, fiskveiða, jafnréttis og norræns samstarfs – Mogens Jensen

Pallborð

  • Copenhagen MIX – Andrea Coloma
  • LGBT+ Ungdom Danmark – Casper Øhlers
  • Stuðningssamtök fyrir transbörn – Helge Sune Nymand
  • Det danske Filminstitut - Lotte Svendsen

Fundarstjóri: Sofie Østergaard, DR

Tímasetning og staðsetning

Laugardagur 24. október frá 14.45–16.15
MIX Copenhagen, Cinemateket, Gothersgade 55, 1123 Kaupmannahöfn – (hámark 50 manns) 
Viðburðinum verður streymt – tengill á streymi kemur síðar

Mød den danske ligestillingsminister, Mogens Jensen, LGBTI-unge og medie-fagpersoner ved vores debatt på MIX COPENHAGEN.