Norræni þróunarsjóðurinn Styrkir

27.07.18 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) veitir styrki til fjárfestinga í lágtekjulöndum sem ætlað er að vinna gegn loftslagsbreytingum. Meðal þeirra sviða sem Norræni þróunarsjóðurinn styrkir eru mótvægisaðgerðir og aðlögun vegna loftslagsbreytinga. Styrkir frá loftslagssjóðnum eru einkum ætlaðir til tæknilegrar aðstoðar, það er að segja ráðgjafaþjónustu, og til fjárfestinga, það er að segja í vörum, vinnu og þjónustu, og vegna annars kostnaðar sem tengist tæknilegri aðstoð.

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
Lönd
Álandseyjar
Danmörk
Færeyjar
Finnland
Grænland
Ísland
Noregur
Svíþjóð

Styrkirnir eru veittir sem hluti af sameiginlegri fjármögnun. Upphæð styrkjanna getur verið á bilinu fimm hundruð þúsund og upp í fjórar milljónir evra.

Auglýst er eftir tillögum að verkefnum. Tillögurnar geta komið frá opinberum aðilum, fyrirtækjum, rannsóknarstofnunum, háskólum, borgaralegum samtökum og frá hæfum staðbundum samstarfsaðilum í þeim lágtekjulöndum sem koma til greina.