Fáni Álandseyja

Landsþing Álandseyja samþykkti fána Álandseyja árið 1953 og hann var síðan staðfestur af forseta Finnlands árið 1954. Fáni Álandseyja er ljósblár með rauðum krossi á gulum grunni.
Opinberi rauði liturinn er pantone 032 sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum:
R:210 G:16 B:52
C:11 M:100 Y:85 K:2
Opinbera blái liturinn er pantone 301 og samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum:
R:0 G:82 B:165
C:100 M:70 Y:15 K:2
Opinberi guli liturinn er pantone 116c sem samsvarar nokkurn veginn eftirfarandi stafrænum litum:
R:255 G:206 B:0
C:1 M:18 Y:100 K:0
Hlutföllin á lengdina eru: 8,1½, 2,1½,13
Hlutföllin á hæðina eru: 6,1½, 2,1½