Formennskuáætlun Svíþjóðar í Norrænu ráðherranefndinni 2018

Svensk flag
Svíar gegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2018. Þema formennskuáætlunarinnar er nýskapandi og örugg Norðurlönd fyrir alla en stafræn væðing er rauði þráðurinn.

Formennskuáætlun Svía í norrænu ríkisstjórnasamstarfi ársins 2018 skiptist í þrjú áherslusvið:

Norðurlönd fyrir alla

Sviðið spannar ýmsar sameiginlegar áskoranir landanna. Stafrænar lausnir í fjarhjúkrun, lýðræðisleg þátttaka ungmenna og  atvinnuskapandi stefna í vinnumálum  eru þar á dagskrá.

Sjálfbær og nýskapandi Norðurlönd 

Undir þeirri yfirskrift er fjallað um nýsköpun sem aflgjafa sjálfbærra umskipta í norrænum samfélögum. Svíar hyggjast auka samstarf um lífhagkerfið, sjálfbæran byggingariðnað og loftslagsvænar samgöngur.

Örugg og opin Norðurlönd

Svíar vilja beina sjónum að almennum öryggismálum á Norðurlöndum. Þjóðirnar eiga að skiptast á þekkingu á því hvernig koma má í veg fyrir innrætingu öfgahyggju, skipulagða glæpastarfsemi, hryðjuverk og mansal.

Í formennskuáætluninni er einnig fjallað um sameiginlegt verkefni norrænu forsætisráðherranna, Nordic Solutions to Global Challenges (Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum), en markmið þess er að þjóðirnar skiptist á lausnum og reynslu sem stuðlar að eftirfylgni heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Dagskrá 2030.

Sektorprogram