Nánari upplýsingar um útgefin rit

Billede af forskellige publikationer udgivet af Nordisk Ministerråd

Billede af forskellige publikationer udgivet af Nordisk Ministerråd

Photographer
norden.org
Í ritum Norrænu ráðherranefndarinnar birtast niðurstöður sem verða til á hinum ýmsu sviðum norræns samstarfs. Ritin eru skýrslur byggðar á vísindalegum rannsóknum og pólitísk stefnumörkun, rammaáætlanir, framkvæmdaáætlanir, ársskýrslur, fjárhagsáætlanir en einnig umræðubækur, tölulegar upplýsingar og áhugaverð rit um Norðurlöndin almennt. Norræna ráðherranefndin gefur árlega út um 200 rit.

Hægt er að hlaða niður öllum útgefnum ritum sem fjármögnuð eru af Norrænu ráðherranefndinni endurgjaldslaust í samræmi við stefnuna um opið aðgengi. Opið aðgengi, eða Open Access, þýðir að hver og einn hefur óhindraðan aðgang að stafrænni útgáfu hvers útgefins rits. 

Norrænu ráðherranefndinni er verulega umhugað um uppbyggingu þekkingar í víðum skilningi gegnum verkefni sín og stofnanir. Með opnu aðgengi gerum við hina miklu þekkingu sem verður til á okkar vegum aðgengilega öllum og leggjum með því okkar af mörkum til þess að undirbyggja áframhaldandi nýsköpun bæði innan og utan norræns samstarfs.

Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Tilskipun Norrænu ráðherranefndarinnar um opið aðgengi hefur ekki áhrif á höfundarrétt þeirra rita sem tilskipunin nær til. Norræna ráðherranefndin á fullan höfundarrétt af öllum ritum sínum. 

Tilskipun Norrænu ráðherranefndarinnar um opið aðgengi

1.1 Inngangur

Norræna ráðherranefndin er samstarf milli ríkisstjórna Norðurlandanna sem fjármagnað er af opinberu fé (www.norden.org). Þess vegna á að vera opinbert aðgengi að öllum ritum sem eru gefin út eða fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni svo hægt sé að nýta þau ókeypis á Norðurlöndum og alþjóðlega. Opið aðgengi felur í sér að rit eru tiltæk á rafrænu formi á Internetinu, endurgjaldslaust og með lágmarkstakmörkunum varðandi notkun.

Eindregið er mælt með að höfundarréttarleyfum sé þannig háttað að hvatt sé til dreifingar, notkunar og endurnotkunar á ritum Norrænu ráðherranefndarinnar. Sá skilmáli fylgir þó leyfinu að vísað sé til upprunalega ritsins. Mælst er til þess að í tilvísunum sé notað Creative Commons leyfi (CC-BY).  

Fyrsta skref Norrænu ráðherranefndarinnar er að kynna tilskipun um opið aðgengi sem tekur til allra rita á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar frá 1. júní 2014. Tilskipunin og árangur hennar verður metin árlega af Norrænu ráðherranefndinni.

Með öðru skrefi sem áætlað er að stíga á árinu 2014 verður hið opna aðgengi þróað frekar og einnig látið taka til allra rita sem eru fjármögnuð að öllu leyti eða að hluta af Norrænu ráðherranefndinni eða með samningum ráðherranefndarinnar.
 

1.2 Tilskipun

Öll rit sem útgefin eru af Norrænu ráðherranefndinni skulu frá útgáfudegi vera í opnu aðgengi á rafrænu formi (beint opið aðgengi). Þetta felur í sér að þessi rit skulu vera fyrir hendi á útgáfuveitu Norrænu ráðherranefndarinnar sem textaskrár með þeim lýsandi upplýsingum (metadata) sem krafist er. Útgáfuveita Norrænu ráðherranefndarinnar (http://norden.diva-portal.org) er stýrt og hún rekin af bókasafni Uppsalaháskóla. Trygging gæða gagna og að ekkert vanti í þau eru á ábyrgð þess aðila á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem afhendir þau útgáfuveitunni. Sterklega er mælt með því að rit uppfylli skilyrði um að vera aðgengilegar fólki með sjónskerðingu eða lestrarörðugleika.

Mælt er með því að öll rit sem gefin eru út af Norrænu ráðherranefndinni séu gefin út með Crative Commons leyfi, helst CC-BY eða CC-BY SA. Skilgreiningar er að finna á www.creativecommons.org. Norræna ráðherranefndin heldur alltaf réttinum til þess að birta öll rit sem gefin eru út af Norrænu ráðherranefndinni á útgáfuveitu ráðherranefndarinnar, jafnvel þótt ritin komi einnig út á vegum annarra útgefenda. Ef ritið kemur einnig út á vegum annnars útgefanda (t.d. sem bók eða í rannsóknartímarit) verður tilvísun í ritið að vera skráð á útgáfuveitu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Kaupmannahöfn, 29. janúar 2014,
Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri

Viðtal við Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar um opið aðgengi

NordPub útgáfuveita

Creative Commons

Hvers vegna opið aðgengi?

Margar ástæður eru fyrir því að velja opið aðgengi í útgáfumálum. Eftirfarandi fjórar ástæður eiga sérstaklega við hjá Norrænu ráðherranefndinni:

1. Norræna ráðherranefndin er fjármögnuð af skattfé og niðurstöður sem gefnar eru út af Norrænu ráðherrherranefndinni eiga að vera aðgengilegar skattgreiðendum án þess að sérstaklega sé greitt fyrir það.

2. Opið aðgengi styður norræn gildi svo sem lýðræði, jafnrétti og gegnsæi.

3. Opið aðgengi eykur aðgengi að ritum Norrænu ráðherranefndarinnar. Til dæmis getur aðgengi fólks sem á í lestrarörðugleikum eða er sjónskert verið betra vegna þess að rit í opnu aðgengi eru ekki varin af DRM sem er forrit sem getur haft slæm áhrif á vélrænan upplestur.

4. Opið aðgengi opnar á mun fleiri dreifingarleiðir sem veitir meiri sýnileika og betri dreifingu á ritum Norrænu ráðherranefndarinnar.
 

NordPub útgáfuveitan

Útgáfuveita Norrænu ráðherranefndarinnar nefnist NordPub. Á NordPub má hlaða ritum niður ókeypis og hægt er að panta þar öll form útgáfunnar sem til eru. Flest rit eru bæði til á PDF-formi og EPUB og hluti þeirra er einnig til prentaður. 

Á útgáfuveitunni er að finna rit frá skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar, NordForsk, Nordisk Innovation, Norrænum orkurannsóknum (NEF), Nordicom, Norræna lýðheilsuskólanum (NHV), Nordregio, Norrænu velferðarmiðstöðinni og fleiri norrænum aðilum.

Útgáfuveitan er staðsett á svokallaðri DiVA-veitu. DiVA er samstarfsnet 35 háskóla og stofnana (aðallega í Svíþjóð). Það er rekið af háskólabókasafninu í Uppsölum sem annast uppfærslur eftir því sem þær berast og þróunarverkefni til lengri tíma.

– Hér má skoða NordPub: www.norden.org/nordpub

Útgáfuform og dreifingarleiðir

Ritin eru alltaf gefin út á stafrænt á PDF-formi. Auk þess verður stór hluti ritanna frá janúar 2020 gefinn út á gagnvirku formi sem hentar til lestrar af snjallsímum og lesbrettum. 

Einnig eru öll rit aðgengileg í Crossref. 

CrossMark er fjölþætt útgáfuverkefni sem veitir lesandanum staðlað viðmót svo hann geti alltaf nálgast nýjustu útgáfu efnis. Með því að nota CrossMark-merkið skuldbindur útgefandi sig til þess að uppfæra innihald hins útgefna efnis og til þess að tilkynna lesendum um breytingar þegar þær verða. Þegar smellt er á CrossMark-merkið kemur staða skjalsins fram og hugsanlega frekari útgáfuupplýsingar sem því tengjast..”

Nánari upplýsingar um Crossref

Nánari upplýsingar um CrossMark